Fótbolti

Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki Guðlaugs Victors Pálssonar á Hampden Park, með því að hoppa upp á herðar hans.
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki Guðlaugs Victors Pálssonar á Hampden Park, með því að hoppa upp á herðar hans. Getty/Jane Barlow

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 74. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en nýr FIFA listi var opinberaður í dag.

Sigurinn á móti Skotum á Hampden Park í júníglugganum sér til þess að Ísland dettur ekki niður um sæti en er ekki nóg til að liðið hækki sig.

Ísland hefur ekki verið neðar á listanum síðan í upphafi tíma Lars Lagerbäck með liðið fyrir þrettán árum síðan.

Hondúras tekur níu sæta stökk á listanum og fer upp fyrir Ísland en í staðinn fara Svartfellingar niður fyrir okkur.

Grænhöfðaeyjar eru nú í næsta sæti fyrir ofan Ísland en Ísrael í næsta sæti á eftir.

Ekkert breytist í fimm efstu sætum listans en í réttri röð eru það Argentína, Spánn, Frakkland, England og Brasilía.

Portúgalar fara upp fyrir Holland og eru í sjötta sæti og Ítalir missa Þjóðverjar og Króata upp fyrir sig og detta út af topp tíu listanum.

Danir eru með besta landslið Norðurlanda í dag en þeir eru í 21. sæti. Svíar eru átta sætum á eftir (29. sæti) og Norðmenn tólf sætum á eftir (33. sæti) þrátt fyrir að hækka sig um fimm sæti.

FIFA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×