„Þetta gerist rosa hratt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2025 10:00 Kristinn Pálsson flytur með fjölskylduna til Ítalíu í haust. vísir / ívar Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira