Íslenski boltinn

Lárus Orri byrjaður að bæta við sig

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jonas Gemmer er genginn í raðir ÍA. Sá á góðan feril að baki í efstu deild í Danmörku.
Jonas Gemmer er genginn í raðir ÍA. Sá á góðan feril að baki í efstu deild í Danmörku. Mynd/ÍA

ÍA hefur samið við danskan miðjumann, Jonas Gemmer, sem semur við liðið til ársloka 2027. Um er að ræða fyrstu félagsskipti nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar.

ÍA greindi frá skiptunum á miðlum félagsins síðdegis. Gemmer er 29 ára gamall djúpur miðjumaður sem kemur frá Hvidovre í heimalandi hans Danmörku. Hann hefur einnig leikið fyrir Horsens og Midjylland í efstu deild Danmerkur hvar hann hefur spilað yfir 150 leiki.

Félagsskiptaglugginn hér á landi opnar í miðri næstu viku og mun Gemmer því geta spilað með liðinu gegn KA í þarnæstu umferð. Hann getur þó ekki spilað við KR á Skaganum á mánudagskvöldið kemur.

Lárus Orri Sigurðsson tók nýlega við þjálfun ÍA af Jóni Þór Haukssyni. Liðið vann 2-0 útisigur í fyrsta leik undir hans stjórn en tapaði 1-0 fyrir Fram á Akranesi síðasta laugardag.

ÍA mætir KR klukkan 19:15 á mánudagskvöld og verður sá leikur sýndur beint á Sýn Sport.

Yfirlýsingu ÍA má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×