Körfubolti

Áfram­haldandi NBA tengingar í Bónus deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Dibaji Walker, til vinstri á myndinni, í leik með Massachusetts í bandaríska háskólaboltanum
Dibaji Walker, til vinstri á myndinni, í leik með Massachusetts í bandaríska háskólaboltanum Vísir/Getty

Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Dibaji hefur reyndar aldrei leikið í NBA deildinni en faðir hans, Samaki Walker, lék tíu tímabil í deildinni og varð m.a. meistari með Los Angeles Lakers árið 2002. Þá er bróðir hans, Samaki Walker, leikmaður Portland Trail Blazers.

Dibaji, sem er 25 ára gamall og 206 cm á hæð, kemur til Ármanns frá Spisski Rytieri í Slóvakíu þar sem hann skoraði rúm 15 stig í leik á síðasta tímabili. Hann útskrifaðist úr bandaríska háskólaboltanum vorið 2023 lék eftir það með Cleveland Charge G-deildinni, sem er þróunardeild NBA deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×