Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2025 23:01 Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar