„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 09:05 Margrét hefur rannsakað afbrot ungmenna um árabil. Bylgjan Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira