Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar 18. júlí 2025 17:31 Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun