Erlent

Floðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rúss­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjálftinn fannst víða í Kamchatka-skaga, sem er með strjálbýlustu svæðum heims. Myndin er úr safni.
Skjálftinn fannst víða í Kamchatka-skaga, sem er með strjálbýlustu svæðum heims. Myndin er úr safni. Getty

Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu.

Skjálftinn mældist á um tuttugu kílómetra dýpi og reið yfir í um 150 kílómetra fjarlægð frá borginni Petropavlovsk-Kamchatsky, sem telur um 180 þúsund íbúa. Skjálftarnir urðu á strjálbýlu svæði og engar tilkynningar um mannfall eða slys á fólki hafa borist viðbragðsaðilum. 

Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er kemur fram í frétt AP

Almannavarnir í Rússlandi vara við allt að sextíu sentímetra öldum nærri ströndum Aleutsky héraðsins á Commander-eyjum og biðla til íbúa að halda sig fjarri ströndinni.

EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×