Innlent

Keta­mín­n­eysla, Akur­eyrar­borg og banana­lista­verk borðað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruð falt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær.

Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna.

Bæjarstjórinn á Akureyri þakkar helst blómlegu atvinnulífi og uppbyggingu fyrir þá uppsveiflu sem bæjarfélagið er í um þessar mundir en meðaltekjur eru yfir landsmeðaltali. Hún bindur vonir við að þingsályktunartillaga um Akureyri sem svæðisborg nái fram að ganga í haust.

Við verðum í beinni frá Götubitahátíðinni  var haldin í Hljómskálagarðinum nú um helgina og hátt í fjörutíu sölubásar voru á svæðinu.

Fjallað verður um eitt umdeildasta listaverk heims varð fyrir skemmdum um helgina. Um er að ræða verkið Comedian eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan, sem samanstendur eingöngu af einum banana og einni ræmu af strigalímbandi.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×