Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 22:14 Allt fór á besta veg og lögreglan hafði upp á gestunum óboðnu. Vísir/Samsett Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum. Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum.
Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira