Innlent

Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykja­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vopnaða ránið var framið í hverfi 105.
Vopnaða ránið var framið í hverfi 105. Vísir/Vilhelm

Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í hverfi 105 í Reykjavík í dag. Þar eru tveir sagðir hafa ógnað öðrum með eggvopni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir að málið sé nú í rannsókn.

Þar kemur einnig fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 108 og að tilkynnt hafi verið um skartgripaþjófa í miðbænum. Fram kemur að síðara málið sé í rannsókn.

Veist þú meira um málið? Við tökum á móti ábendingum af öllu tagi á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×