Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júlí 2025 12:14 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar nefndin kemur saman í ágúst. Vísir/Anton Brink Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, skrifuðu undir viljayfirlýsingu á þriðjudaginn í síðustu viku um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er viljayfirlýsingin sögð grunnur að auknu framtíðarsamstarfi með tilliti til sjálfbærra fiskveiða, vísindarannsókna og verndun hafsins. Segir það gagnrýnisvert að bera ekki málið undir þingið Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í morgun eftir fundi í atvinnuveganefnd með atvinnuvegaráðherra og segir brýnt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í yfirlýsingunni. Hann reiknar þó ekki með fundi fyrr en um miðjan ágúst. Ekki er gert ráð fyrir fundum nefndarinnar um sumar í þingsköpum Alþingis. Miklir hagsmunir séu undir. „Þetta eru stór og mikil mál sem eru þarna undir. Þar á meðal er talað um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Við höfum til dæmis átt í deilum við Evrópusambandið um deilistofna eins og makrílinn um langt skeið. Svo það er gott að fá fram hvað hefur komið fram tengt þessu.“ Að mati Njáls er það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi ekki borið yfirlýsinguna undir þingið áður en hún var undirrituð. „Það er bara mikilvægt að þegar að framkvæmdarvaldið fer í að skrifa undir svona viljayfirlýsingu við Evrópusambandið að þingið fái upplýsingar og góða umræðu um hvað viljayfirlýsingin snúist um. Og mikilvægt að þingið hafi aðkomu að málinu og sé að minnsta kosti vel upplýst.“ Formaðurinn veit lítið hvað felst í yfirlýsingunni Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar þing kemur saman. Að hans mati væri ráð að óska eftir minnisblaði um málið. „Ég held að það sé nú bara hefðbundið að ráðherra skrifi undir viljayfirlýsingu um gott samstarf við aðrar þjóðir. Sérstaklega helstu viðskiptalönd þjóðarinnar.“ Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sagði að hún myndi auðvitað mæta á fund nefndarinnar komi formleg ósk um það. Spurður hvort honum hugnist viljayfirlýsingin segir Sigurjón erfitt að svara því enda viti hann lítið um hvað felist í yfirlýsingunni. Telur pólitíska vinda blása gegn ESB Aðspurður ítrekar hann skoðanir sínar á Evrópusambandinu. „Ég er ekki fylgjandi því að ganga inn í Evrópusambandið. Það er á hreinu. Mér finnst það stundum lykta af því að við ætlum að leysa okkar vandamál með því að ganga inn í Evrópusambandið. Í stað þess að einbeita okkur að því að leysa þau vandamál sem blasa við í þjóðfélaginu. Það eru mörg mál sem við þurfum að leysa úr sem leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið. Hvort sem það eru húsnæðismálin, sjávarútvegsmálin eða útlendingamálin. Ég held einmitt að lykillinn að því að ganga inn í Evrópusambandið fyrir þá sem styðja það núna sé að við gerum betur í útlendingamálum.“ Spurður hvað hann eigi við með því segir Sigurjón brýnt að taka til í þeim málaflokki áður en talað er um að ganga í Evrópusambandið. „Til dæmis þau mál sem voru stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Til dæmis útlendingalög og að taka á þeim málaflokki. Að hér sé ekki fólk sem er búið að brottvísa. Á meðan þau mál eru ókláruð þá tel ég að pólitískir vindar muni blása á móti Evrópusambandinu. Ég held að það sé lykillinn að taka á þessum málum.“ Spurður hvað honum finnist um umræðuna um Evrópusambandið undanfarna daga eftir komu Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, hingað til lands segir Sigurjón: „Hún hefur farið í ýmsar áttir þessi umræða. Menn eru stundum að gera of mikið úr litlu. Þá á ég bæði við þá sem eru mjög fylgjandi og þeir sem eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu. Ég held að það sé þó alveg ljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir. Hvort sem að þessum aðildarviðræðum hafi verið kirfilega slitið eða ekki þá er alveg ljóst að ef það á að halda áfram með málið þá er betra að vera með ferska stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni,“ segir hann og bætir við að að hans mati hafi aðildarviðræðunum verið slitið fyrir rúmlega tíu árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Evrópusambandið Flokkur fólksins Alþingi Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, skrifuðu undir viljayfirlýsingu á þriðjudaginn í síðustu viku um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er viljayfirlýsingin sögð grunnur að auknu framtíðarsamstarfi með tilliti til sjálfbærra fiskveiða, vísindarannsókna og verndun hafsins. Segir það gagnrýnisvert að bera ekki málið undir þingið Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í morgun eftir fundi í atvinnuveganefnd með atvinnuvegaráðherra og segir brýnt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í yfirlýsingunni. Hann reiknar þó ekki með fundi fyrr en um miðjan ágúst. Ekki er gert ráð fyrir fundum nefndarinnar um sumar í þingsköpum Alþingis. Miklir hagsmunir séu undir. „Þetta eru stór og mikil mál sem eru þarna undir. Þar á meðal er talað um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Við höfum til dæmis átt í deilum við Evrópusambandið um deilistofna eins og makrílinn um langt skeið. Svo það er gott að fá fram hvað hefur komið fram tengt þessu.“ Að mati Njáls er það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi ekki borið yfirlýsinguna undir þingið áður en hún var undirrituð. „Það er bara mikilvægt að þegar að framkvæmdarvaldið fer í að skrifa undir svona viljayfirlýsingu við Evrópusambandið að þingið fái upplýsingar og góða umræðu um hvað viljayfirlýsingin snúist um. Og mikilvægt að þingið hafi aðkomu að málinu og sé að minnsta kosti vel upplýst.“ Formaðurinn veit lítið hvað felst í yfirlýsingunni Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar þing kemur saman. Að hans mati væri ráð að óska eftir minnisblaði um málið. „Ég held að það sé nú bara hefðbundið að ráðherra skrifi undir viljayfirlýsingu um gott samstarf við aðrar þjóðir. Sérstaklega helstu viðskiptalönd þjóðarinnar.“ Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sagði að hún myndi auðvitað mæta á fund nefndarinnar komi formleg ósk um það. Spurður hvort honum hugnist viljayfirlýsingin segir Sigurjón erfitt að svara því enda viti hann lítið um hvað felist í yfirlýsingunni. Telur pólitíska vinda blása gegn ESB Aðspurður ítrekar hann skoðanir sínar á Evrópusambandinu. „Ég er ekki fylgjandi því að ganga inn í Evrópusambandið. Það er á hreinu. Mér finnst það stundum lykta af því að við ætlum að leysa okkar vandamál með því að ganga inn í Evrópusambandið. Í stað þess að einbeita okkur að því að leysa þau vandamál sem blasa við í þjóðfélaginu. Það eru mörg mál sem við þurfum að leysa úr sem leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið. Hvort sem það eru húsnæðismálin, sjávarútvegsmálin eða útlendingamálin. Ég held einmitt að lykillinn að því að ganga inn í Evrópusambandið fyrir þá sem styðja það núna sé að við gerum betur í útlendingamálum.“ Spurður hvað hann eigi við með því segir Sigurjón brýnt að taka til í þeim málaflokki áður en talað er um að ganga í Evrópusambandið. „Til dæmis þau mál sem voru stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Til dæmis útlendingalög og að taka á þeim málaflokki. Að hér sé ekki fólk sem er búið að brottvísa. Á meðan þau mál eru ókláruð þá tel ég að pólitískir vindar muni blása á móti Evrópusambandinu. Ég held að það sé lykillinn að taka á þessum málum.“ Spurður hvað honum finnist um umræðuna um Evrópusambandið undanfarna daga eftir komu Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, hingað til lands segir Sigurjón: „Hún hefur farið í ýmsar áttir þessi umræða. Menn eru stundum að gera of mikið úr litlu. Þá á ég bæði við þá sem eru mjög fylgjandi og þeir sem eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu. Ég held að það sé þó alveg ljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir. Hvort sem að þessum aðildarviðræðum hafi verið kirfilega slitið eða ekki þá er alveg ljóst að ef það á að halda áfram með málið þá er betra að vera með ferska stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni,“ segir hann og bætir við að að hans mati hafi aðildarviðræðunum verið slitið fyrir rúmlega tíu árum síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Evrópusambandið Flokkur fólksins Alþingi Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira