Innlent

Lög­regla af­þakkar þjónustu Skjaldar Ís­lands og Guðni boðar brennu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum.

Fjallað verður um hópinn í kvöldfréttum Sýnar, en enginn aðstandenda hans hefur viljað ræða við fréttastofu í dag.

Einnig verður greint frá mannúðarkrísunni sem enn fer versnandi á Gasa, en heilbrigðisyfirvöld þar segja tugi hafa látist úr vannæringu síðustu daga, auk þess sem fleiri en þúsund hafa verið drepnir þegar þeir hafa reynt að sækja sér mat á fjöldahjálparstöðvar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.

Við segjum frá fyrirhugaðri Njáluhátíð, sem Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fer fyrir, en þar veður brennan á Bergþórshvoli sett á svið. Það er nokkuð sem Guðni sjálfur segir að verði tignarlegasta sjón allra tíma.

Fylgst verður með undirbúningi fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem verður sett eftir tíu daga, en fréttamaður okkar Smári Jökull er staddur í Eyjum um þessar mundir.

Við fylgjumst með áhugaverðri æfingu í að bregðast við árásum bjarndýra í Japan og heyrum hljóðið í nýjum flygli í Skálholti, sem tók tvö ár að safna fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×