Innlent

Meiri­hluti lands­manna á­nægður með söluna á Ís­lands­banka

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fyrsta útboð í hlut ríkisins í Íslandsbanka var árið 2021 en það seinna fyrr á þessu ári.
Fyrsta útboð í hlut ríkisins í Íslandsbanka var árið 2021 en það seinna fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins.

Um 64 prósent landsmanna eru ánægðir með hvernig farið var að útboði og sölu hlut ríkisins í bankanum samkvæmt Þjóðarpúls Gallup. Fimmtán prósent telja hins vegar að illa hafi verið staðið að henni. Til samanburðar voru einungis sex prósent landsmanna ánægðir með hvernig staðið var að útboði á hlut ríkisins fyrir þremur árum. Þá töldu 87 prósent aðspurðra að illa hefði verið staðið að útboðinu og sölunni árið 2021.

Karlmenn eru almennt jákvæðari gagnvart útboði og sölu bankans, að auki einstaklinga sem búa á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem hafa lokið framhalds- eða háskólapróf. 

Fólk sem myndi kjósa Viðreisn ef gengið yrði til kosninga í dag var hvað ánægðast með hvernig var farið að útboðinu og sölunni í ár og þar á eftir kjósendur Samfylkingarinnar. Kjósendur Miðflokksins voru óánægðastir.

Heildarúrtaksstærð í könnuninni var 1846 manns en 45,7 prósent tóku þátt, sem samsvarar 845 manns. Hún var framkvæmd dagana 26. júní til 14. júlí 2025. 


Tengdar fréttir

„Allar kannanir eru með einhverja óvissu“

Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×