Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:08 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir ungt fólk það sem drífi áfram einmanaleika á Íslandi. Vísir/Bjarni Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“ Geðheilbrigði Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“
Geðheilbrigði Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira