Fótbolti

Evrópu­mót kvenna aldrei betur sótt en nú

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Evrópumótið í Sviss.
Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Evrópumótið í Sviss. Daniela Porcelli/Getty Images

Evrópumóti kvenna lauk í dag með úrslitaleik Englands og Spánar. Aldrei hafa fleiri áhorfendur sótt EM en í ár.

Óhætt er að segja að þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína til Sviss til að fylgjast með mótinu hafi fengið nóg fyrir peninginn. Mótið var í heild sinni frábær skemmtun og á flesta leikina komust færri að en vildu.

Alls var uppselt á 29 áf 31 leik á mótinu og yfir 34 þúsund manns voru á vellinum þegar England og Spánn áttust við í úrslitaleiknum í dag.

Fyrir úrslitaleikinn var þegar búið að bæta fyrra aðsóknarmet á Evrópumót kvenna, en í heildina seldist 657.291 miði. Áður höfðu mest selst 574.875 miðar á Evrópumótið á Englandi árið 2022 og því er um að ræða rúmlega 14 prósent aukningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×