Íslenski boltinn

Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhannes Kristinn hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir KR í bili að minnsta kosti.
Jóhannes Kristinn hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir KR í bili að minnsta kosti. vísir/diego

KR er væntanlega búið að missa einn sinn besta mann en miðjumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason er búinn að ná samkomulagi við danskt lið.

Jóhannes er að fara að skrifa undir samning við B-deildarliðið Kolding en hann kom til Danmerkur í gær. Samkvæmt heimildum Tipsbladet þá greiðir félagið rúmlega 9,5 milljónir króna fyrir Jóhannes.

Hann mun þess utan skrifa undir fjögurra ára samning við danska félagið.

KR ætlaði að selja hann til ítalska félagsins Pro Vercelli á dögunum en Jóhannes hætti við skrifa undir þar. Norska liðið HamKam var einnig áhugasamt að því er Tipsbladet segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×