Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 11:07 Þórhildur segir fátt vitað um áhrif samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna. Getty/HR „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna. Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna.
Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira