Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 11:02 Arnar Þór Ólafsson segir að sér virðist sem það eina sem skipti máli séu réttindi glæpamanna. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira