Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 22:14 Jón Trausti Reynisson segir viðbrögð Bjarnheiðar Hallsdóttur við umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vekja óþægilegar minningar frá fyrir-Hruns-árunum. Aðsend/Heiða Helgudóttir Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan: Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27