Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 09:11 Sakborningar neituðu sök við þinglýsingu málsins en játuðu skýlaust fyrir dómi í júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira