Innlent

Vann skemmdir á golf­velli og skildi eftir smokk

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skemmdir eru á grasinu eftir verknaðinn. 
Skemmdir eru á grasinu eftir verknaðinn.  Golfklúbbur Selfoss

Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng.

Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss segir mikið tjón hafa orðið á grasinu undan þungum bílnum. 

„Þetta eru djúp för og töluverðar skemmdir á glæsilegri flöt sem var orðin mjög flott,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. 

Hann segir greinilegt að einhver kunnugur svæðinu hafi verið að verki. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýni ökumann aka inn afleggjarann að tólftu flöt sem hafi nýlega verið sett upp.

„Það fer enginn þarna nema hann viti nákvæmlega hvar þetta er,“ segir Hlynur.

Málið verði kært til lögreglu og verið sé að rannsaka upptökur úr öllum myndavélum klúbbsins. 

Hlynur vonast eftir hlýju og röku veðri það sem eftir lifir sumars en slíkt veðurfar kæmi til með að flýta því að grasið á vellinum grói. Annars megi búast við að grasið eyðileggist enn frekar í vetur og framkvæmdir á grasinu teygi sig fram á næsta sumar. 


Tengdar fréttir

Skemmdarverk á golfvellinum í Sandgerði

Skemmdarverk voru unnin á golfvellinum í Sandgerði. Svo virðist sem að bíl hafi verið ekið þves og kruss yfir golfvöllinn og rifið upp talsvert af grasinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×