Innlent

Stúlkan sem fór í sjóinn er látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
kerti

Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá andlátinu á Facebook. Samkvæmt heimildum fréttastofu fóru feðginin í sjóinn við Reynisföru í Mýrdalnum um hálfþrjúleytið en einungis faðirinn og önnur stúlkan komst aftur í land. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi klukkan tuttugu mínútur í þrjú auk björgunarskipsins Þór. Þá voru bæði lögregla og björgunarsveitir með mikinn viðbúnað. 

Stúlkuna rak langt frá landi en tókst þó að koma henni úr sjónum. 

Þyrlusveit fann stúlkuna um tveimur tímum síðar og var hún útskurðuð látin á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×