Innlent

Níu ára stúlka frá Þýska­landi sem lést

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mynd úr safni af ferðamenni í Reynisföru.
Mynd úr safni af ferðamenni í Reynisföru. Vísir/Vilhelm

Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir það í samtali við fréttastofu.

Hann segir málið á frumstigum rannsóknar hjá lögreglunni og skoðað verði í fram­hald­inu hvort hægt sé að gera eitt­hvað til að koma í veg fyr­ir slík slys.

Stúlkan fór í sjóinn ásamt föður sínum og systur skömmu fyrir þrjú síðdegis í gær. Lögreglan, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út í kjölfarið og fann þyrlusveitin stúlkuna um tveimur klukkustundum eftir að að hún hafnaði í sjónum.

Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×