Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 22:04 Netþrjótar hafa að undanförnu sent íslenskum símaeigendum skilaboð þar sem þeir þykjast vera barn viðkomandi og biðja hann um að hafa samband vð sig í gegnum WhatsApp. Getty „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“ Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“
Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira