Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 09:05 Hressir Íslendingar á hátíðinni í Gimli í Kanada. Aðsend Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst. Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst.
Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir