Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2025 07:31 Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Að sama skapi er þetta hnekkir fyrir Landsvirkjun á Hvammsvirkjunarvegferð fyrirtækisins sem sífellt verður vandræðalegri. Eins og þorri almennings áttar sig á var stöðvunarúrskurðurinn rökréttur í ljósi þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hefur ítrekað verið fellt úr gildi, fyrst með ákvörðun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál 15. júní 2023, síðan með dómi í héraði í janúar síðastliðnum, sem var svo staðfestur í Hæstarétti fyrir um mánuði síðan, þann 9. júlí. Bæði Landsvirkjun og umhverfisráðherra reyna nú að gera sem allra minnst úr úrskurði nefndarinnar og segja hann litlu máli skipta. Sú orðræða kemur greinarhöfundi og fjölmörgum öðrum ekki vitund á óvart enda lætur Landsvirkjun sem öll þau áföll sem fyrirtækið hefur orðið fyrir við undirbúning og leyfisferli Hvammsvirkjunar séu smámunir sem ekkert mál sé að greiða úr (til dæmis með því að biðja Alþingi um að setja sérlög eftir að Landsvirkjun tapaði í héraðsdómi). Þrátt fyrir það gengur verkið brösuglega, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú hefur Landsvirkjun í þriðja sinn sent inn umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, þar eð virkjunarleyfi Orkustofnunar hafa nú í tvígang verið úrskurðuð ógild. Það er ekki eitt, heldur allt. Auk dómsmáls við landeigendur fór ágreiningur Landsvirkjunar um gjald fyrir afnot vatnsauðlindarinnar fyrir gerðardóm, því fyrirtækið vildi ekki greiða fullt verð fyrir hana, heldur vildi svokallaða „Kárahnjúkasamninga“. Vandræðagangur Landsvirkjunar Fullyrðingar Landsvirkjunar um að stöðvunin sé minniháttar eru varnarviðbrögð fyrirtækis sem á í miklum vandræðum enda kemur hún ekki heim og saman við yfirlýsingar Landsvirkjunar í aðdraganda úrskurðarins. Aðeins nokkrum dögum áður en framkvæmdirnar voru stöðvaðar af úrskurðarnefndinni skrifaði lögmaður fyrir hönd Landsvirkjunar í bréfi til nefndarinnar að undir væru „tröllvaxnir hagsmunir“, gæta yrði að þeim „gríðarlega ríku hagsmunum Landsvirkjunar að undirbúningsframkvæmdir geti haldið áfram“ og að „vinna við umræddar undirbúningsframkvæmdir [væri] hafin, verksamningar vegna efnisvinnslu haf[i] verið gerðir við verktaka í kjölfar útboðs og á verkstað [ynnu] nú tugir starfsmanna með um 30 stórvirkum vinnuvélum.“ Þessi málflutningur Landsvirkjunar bendir ekki til að forstjóri fyrirtækisins hafi mikla trú á styrkri lagastoð fyrir framkvæmdum Landsvirkjunar heldur trompi hinir „gríðarlega ríku hagsmun[ir] Landsvirkjunar” öll lagarök. Furðu gegnir að umhverfisráðherra fagni þessari framgöngu Landsvirkjunar ákaft. Verksamningur í ólestri Þær framkvæmdir sem nú hafa verið stöðvaðar voru boðnar út af hálfu Landsvirkjunar í október síðastliðnum og var gengið til samninga við verktaka í lok nóvember. Þá var þegar liðið meira en hálft ár frá því mál hafði verið höfðað af hálfu landeigenda við Þjórsá vegna þeirra leyfa sem framkvæmdin byggði á, í apríl 2024. Einnig höfðu framkvæmdaleyfi sveitarfélaga þegar verið kærð til úrskurðarnefndar af hálfu landeigenda og íbúa við Þjórsá, sem og náttúruverndarsamtaka. Þrátt fyrir þetta skrifaði Landsvirkjun í miðju dómsmáli og með fjölda kærumála yfir höfði sér undir samning um framkvæmdir upp á 1,2 milljarða án nokkurs fyrirvara vegna dóms- og kærumála, hvorki í útboðsgögnum (útboðsgögn – pdf) né verksamningi (verksamningur – pdf). Enda skrifaði fyrirtækið svo til úrskurðarnefndarinnar nú í júlímánuði: „Auk þessa kann að fara svo að verktakar láti reyni á bótarétt sinn gagnvart Landsvirkjun vegna þess viðbótarkostnaðar sem þeir yrðu fyrir af völdum tafa í verkinu.“ Auðvitað mun verktakinn að öllum líkindum láta reyna á bótarétt sinn gagnvart viðsemjenda sem setti enga fyrirvara um niðurstöðu dóms- og kærumála, nema hvað. Það er á ábyrgð verkkaupa, ekki verktaka, að leyfi séu fyrir verki. Telur almenningur að stjórnendur Landsvirkjunar séu yfir höfuð starfi sínu vaxnir að ganga til samninga við þessar aðstæður án sérstaks fyrirvara í útboði eða verksamningi? Leikþáttur Landsvirkjunar Ósvífnast við þessa vegferð er þó að stjórnendur Landsvirkjunar vissu vel að framkvæmdirnar voru í meira lagi vafasamar í meira en þrjár vikur eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu virkjunarleyfisins snemma í júlí. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun birti í kjölfar stöðvunarúrskurðarins segir: „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar.“ Með öðrum orðum: Landsvirkjun gerði heldur ráð fyrir því að framkvæmdin yrði stöðvuð þar sem ekki væri lagagrundvöllur fyrir henni og viðurkennir með yfirlýsingunni að slíkt sé vitaskuld eðlilegt í ljósi þess að virkjunarleyfið hafi verið ógilt af dómstólum. Þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir þessu hélt fyrirtækið áfram framkvæmdum í tæpan mánuð í krafti framkvæmdaleyfis Rangárþings ytra sem byggði á ógiltu virkjunarleyfi. Tafaleikir Landsvirkjunar Benda skal á að strax sama dag og Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfisins sendu náttúruverndarsamtök og landeigendur við Þjórsá bréf til úrskurðarnefndar og fóru fram á að nefndin felldi þegar úr gildi framkvæmdaleyfi sveitarstjórna beggja vegna Þjórsár. Gerði nefndin í kjölfarið ráð fyrir að kveða upp úrskurð í málinu um miðjan júlímánuð. Landsvirkjun ákvað þá að tefja fund úrskurðarnefndar með ósk um frekari framlagningu gagna í málinu auk þess að fara fram á að farið yrði í vettvangsgöngu á verkstað. Nú þegar fyrirtækið viðurkennir hins vegar að stöðvunarúrskurðurinn sé eðlilegur í ljósi dóms Hæstaréttar hlýtur sú spurning að vakna hvort þær óskir hafi verið gerðar til nokkurs annars en að tefja fyrir úrskurði og ná að halda áfram með framkvæmdir sem Landsvirkjun vissi fullvel að væru í besta falli á gráu svæði. Telja eigendur Landsvirkjunar að slíkt háttalag sé heiðarlegt af stjórnendum fyrirtækisins? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Að sama skapi er þetta hnekkir fyrir Landsvirkjun á Hvammsvirkjunarvegferð fyrirtækisins sem sífellt verður vandræðalegri. Eins og þorri almennings áttar sig á var stöðvunarúrskurðurinn rökréttur í ljósi þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hefur ítrekað verið fellt úr gildi, fyrst með ákvörðun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál 15. júní 2023, síðan með dómi í héraði í janúar síðastliðnum, sem var svo staðfestur í Hæstarétti fyrir um mánuði síðan, þann 9. júlí. Bæði Landsvirkjun og umhverfisráðherra reyna nú að gera sem allra minnst úr úrskurði nefndarinnar og segja hann litlu máli skipta. Sú orðræða kemur greinarhöfundi og fjölmörgum öðrum ekki vitund á óvart enda lætur Landsvirkjun sem öll þau áföll sem fyrirtækið hefur orðið fyrir við undirbúning og leyfisferli Hvammsvirkjunar séu smámunir sem ekkert mál sé að greiða úr (til dæmis með því að biðja Alþingi um að setja sérlög eftir að Landsvirkjun tapaði í héraðsdómi). Þrátt fyrir það gengur verkið brösuglega, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú hefur Landsvirkjun í þriðja sinn sent inn umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, þar eð virkjunarleyfi Orkustofnunar hafa nú í tvígang verið úrskurðuð ógild. Það er ekki eitt, heldur allt. Auk dómsmáls við landeigendur fór ágreiningur Landsvirkjunar um gjald fyrir afnot vatnsauðlindarinnar fyrir gerðardóm, því fyrirtækið vildi ekki greiða fullt verð fyrir hana, heldur vildi svokallaða „Kárahnjúkasamninga“. Vandræðagangur Landsvirkjunar Fullyrðingar Landsvirkjunar um að stöðvunin sé minniháttar eru varnarviðbrögð fyrirtækis sem á í miklum vandræðum enda kemur hún ekki heim og saman við yfirlýsingar Landsvirkjunar í aðdraganda úrskurðarins. Aðeins nokkrum dögum áður en framkvæmdirnar voru stöðvaðar af úrskurðarnefndinni skrifaði lögmaður fyrir hönd Landsvirkjunar í bréfi til nefndarinnar að undir væru „tröllvaxnir hagsmunir“, gæta yrði að þeim „gríðarlega ríku hagsmunum Landsvirkjunar að undirbúningsframkvæmdir geti haldið áfram“ og að „vinna við umræddar undirbúningsframkvæmdir [væri] hafin, verksamningar vegna efnisvinnslu haf[i] verið gerðir við verktaka í kjölfar útboðs og á verkstað [ynnu] nú tugir starfsmanna með um 30 stórvirkum vinnuvélum.“ Þessi málflutningur Landsvirkjunar bendir ekki til að forstjóri fyrirtækisins hafi mikla trú á styrkri lagastoð fyrir framkvæmdum Landsvirkjunar heldur trompi hinir „gríðarlega ríku hagsmun[ir] Landsvirkjunar” öll lagarök. Furðu gegnir að umhverfisráðherra fagni þessari framgöngu Landsvirkjunar ákaft. Verksamningur í ólestri Þær framkvæmdir sem nú hafa verið stöðvaðar voru boðnar út af hálfu Landsvirkjunar í október síðastliðnum og var gengið til samninga við verktaka í lok nóvember. Þá var þegar liðið meira en hálft ár frá því mál hafði verið höfðað af hálfu landeigenda við Þjórsá vegna þeirra leyfa sem framkvæmdin byggði á, í apríl 2024. Einnig höfðu framkvæmdaleyfi sveitarfélaga þegar verið kærð til úrskurðarnefndar af hálfu landeigenda og íbúa við Þjórsá, sem og náttúruverndarsamtaka. Þrátt fyrir þetta skrifaði Landsvirkjun í miðju dómsmáli og með fjölda kærumála yfir höfði sér undir samning um framkvæmdir upp á 1,2 milljarða án nokkurs fyrirvara vegna dóms- og kærumála, hvorki í útboðsgögnum (útboðsgögn – pdf) né verksamningi (verksamningur – pdf). Enda skrifaði fyrirtækið svo til úrskurðarnefndarinnar nú í júlímánuði: „Auk þessa kann að fara svo að verktakar láti reyni á bótarétt sinn gagnvart Landsvirkjun vegna þess viðbótarkostnaðar sem þeir yrðu fyrir af völdum tafa í verkinu.“ Auðvitað mun verktakinn að öllum líkindum láta reyna á bótarétt sinn gagnvart viðsemjenda sem setti enga fyrirvara um niðurstöðu dóms- og kærumála, nema hvað. Það er á ábyrgð verkkaupa, ekki verktaka, að leyfi séu fyrir verki. Telur almenningur að stjórnendur Landsvirkjunar séu yfir höfuð starfi sínu vaxnir að ganga til samninga við þessar aðstæður án sérstaks fyrirvara í útboði eða verksamningi? Leikþáttur Landsvirkjunar Ósvífnast við þessa vegferð er þó að stjórnendur Landsvirkjunar vissu vel að framkvæmdirnar voru í meira lagi vafasamar í meira en þrjár vikur eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu virkjunarleyfisins snemma í júlí. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun birti í kjölfar stöðvunarúrskurðarins segir: „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar.“ Með öðrum orðum: Landsvirkjun gerði heldur ráð fyrir því að framkvæmdin yrði stöðvuð þar sem ekki væri lagagrundvöllur fyrir henni og viðurkennir með yfirlýsingunni að slíkt sé vitaskuld eðlilegt í ljósi þess að virkjunarleyfið hafi verið ógilt af dómstólum. Þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir þessu hélt fyrirtækið áfram framkvæmdum í tæpan mánuð í krafti framkvæmdaleyfis Rangárþings ytra sem byggði á ógiltu virkjunarleyfi. Tafaleikir Landsvirkjunar Benda skal á að strax sama dag og Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfisins sendu náttúruverndarsamtök og landeigendur við Þjórsá bréf til úrskurðarnefndar og fóru fram á að nefndin felldi þegar úr gildi framkvæmdaleyfi sveitarstjórna beggja vegna Þjórsár. Gerði nefndin í kjölfarið ráð fyrir að kveða upp úrskurð í málinu um miðjan júlímánuð. Landsvirkjun ákvað þá að tefja fund úrskurðarnefndar með ósk um frekari framlagningu gagna í málinu auk þess að fara fram á að farið yrði í vettvangsgöngu á verkstað. Nú þegar fyrirtækið viðurkennir hins vegar að stöðvunarúrskurðurinn sé eðlilegur í ljósi dóms Hæstaréttar hlýtur sú spurning að vakna hvort þær óskir hafi verið gerðar til nokkurs annars en að tefja fyrir úrskurði og ná að halda áfram með framkvæmdir sem Landsvirkjun vissi fullvel að væru í besta falli á gráu svæði. Telja eigendur Landsvirkjunar að slíkt háttalag sé heiðarlegt af stjórnendum fyrirtækisins? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun