Viðskipti innlent

Vefur og app Ís­lands­banka liggja niðri

Agnar Már Másson skrifar
Ekki er hægt að komast inn á app bankans og þegar vefslóð Íslandsbanka er slegin inn í vafra tekst ekki að tengjast síðunni.
Ekki er hægt að komast inn á app bankans og þegar vefslóð Íslandsbanka er slegin inn í vafra tekst ekki að tengjast síðunni. Vísir/Vilhelm

Vefur og smáforrit Íslandsbanka hafa legið niðri í morgun, fyrsta virka dag eftir verslunarmannahelgi.

„Það er verið að skoða þetta,“ segir Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill bankans, í samtali við Vísi. 

Hún segir að frekari upplýsingar muni liggja fyrir innan skamms.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×