Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 11:59 Vinstra megin er Kolka, 10 ára og hægra megin er Kolur, 11 ára. Bæði voru þau blanda af border collie og labrador. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning 16. maí síðastliðinn um að tveir hundar í lausagöngu hefðu bitið lamb til ólífis á túni við Víkurkletta í Mýrdalshreppi. Á leið lögreglu á vettvang hafði sveitarstjóri hreppsins samband við lögregluna og tilkynnti um þá ákvörðun fulltrúa sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að hundunum skyldi lógað þegar í stað, því þeir hefðu reglulega verið lausir og til vandræða í Vík og nágrenni. Hundunum var lógað á vettvangi af dýralækni. Hundar bíti ekki í háls Í úrskurðinum segir að við komu á vettvang hafi lögregla hitt eiganda sauðfjárhóps sem var innan girðingar við Víkurkletta og eiginmann hennar. Þau hafi sagst hafa komið að hundunum þar sem þeir hefðu verið búnir að drepa að minnsta kosti eitt lamb, en hundarnir hafi staðið yfir dauða lambinu. Sögðu þau hundana hafa verið mjög æsta. Við komu á vettvang hafi verið þar eitt dautt lamb með lítið bitfar á hálsi. Eigandi hundsins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi aflað sér séu það tófur og refir sem bíti með þeim hætti, en algengast sé að hundar fari í fæturna á fénu. Á vettvangi hafi enginn getað staðfest að hundarnir hefðu bitið lambið. Þá hafi komið fram í lögregluskýrslu að eigandi sauðfjársins hafi ekki séð hundana drepa lambið. Auk þess hafi aðeins eitt bitfar verið á lambinu, en hundarnir tveir. Hundarnir hafi aldrei sýnt árásarhneigð Í málsvörn Mýrdalshrepps segir að hundarnir tveir hafi endurtekið gengið lausir innan þéttbýlisins í Vík, og hundarnir hafi verið stórhættulegir bæði dýrum og mönnum. Þeir hafi strokið oft og náðst á ýmsum stöðum. Um væri að ræða hættuleg dýr sem í andstöðu við lög gengju endurtekið laus um bæinn. Í málinu lá fyrir yfirlýsing íbúa í Vík sem höfðu hitt hundana, þar sem hundunum var lýst sem sérstaklega vinalegum, rólegum, og það væri mikill leikur í þeim. Einnig lá fyrir greinargerð frá hundaþjálfara opg atferlisfræðing sem hafði haft hundana í þjálfun. Þar kom fram að hundarnir hefðu aldrei sýnt þjálfara árásarhneigð eða nokkrum öðrum svo hann vissi. Einnig hefðu hundarnir verið í kringum börn og ungabörn, og hefðu aldrei sýnt árásarhneigð gagnvart þeim. Í málsvörn eiganda hundanna segir að báðir hundarnir hafi verið svokallaðir flaðrarar, en aldrei hafi borist kæra varðandi það að þeir hafi bitið nokkurn mann eða skepnu. Aldrei kvartað undan hundunum Helgi Hafsteinsson, faðir mannsins sem átti hundana, segir að sonur hans búi í hjólhýsi í Vík í Mýrdal, sem hafi skemmst síðastliðinn vetur. Eftir skemmdirnar hafi ekki verið hægt að loka hjólhýsinu almennilega og hundarnir hafi reglulega sloppið út. „Það hafði ekki verið kvartað yfir þeim að öðru leyti en að þeir sjást þarna hlaupandi um svæðið. Svo gerðist það 16. maí að þeir sluppu út og fundust ekki fyrr en tveimur tímum seinna.“ „Þá kom lögreglan til sonar míns og sagði að þeir hefðu fundist fyrir austan hornið, og það væri búið að taka ákvörðun um að svæfa þá á staðnum. Það fannst eitt dautt lamb sem var með bitsár á hálsi, og það var nóg til að sveitarstjórn gæti tekið ákvörðun um að fella þá báða.“ Hann segir að sonur sinn hafi meira að segja hitt sveitarstjórann hálfum mánuði áður en hundarnir voru aflífaðir, til að ræða húsnæðismál, og þá hafi ekki verið minnst einu orði á vandamál eða kvartanir tengdum hundum hans. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að engar skýrslur hafi legið fyrir þess efnis að hundarnir hefðu áður verið handsamaðir og teknir til vörslu sveitarfélagsins vegna lausagöngu. Verði af þessu ráðið að engin bráð hætta hafi stafað af hundunum svo aflífa hafi þurft þá báða fyrirvaralaust í stað þess að fresta aflífun þeirra uns hægt væri að kanna málsatvik frekar. Helgi segir að í kjölfar úrskurðarins muni feðgarnir leita réttar síns með aðstoð lögmanna. Hægt er að lesa úrskurðinn í heild sinni hér. Mýrdalshreppur Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning 16. maí síðastliðinn um að tveir hundar í lausagöngu hefðu bitið lamb til ólífis á túni við Víkurkletta í Mýrdalshreppi. Á leið lögreglu á vettvang hafði sveitarstjóri hreppsins samband við lögregluna og tilkynnti um þá ákvörðun fulltrúa sveitarstjórnar Mýrdalshrepps að hundunum skyldi lógað þegar í stað, því þeir hefðu reglulega verið lausir og til vandræða í Vík og nágrenni. Hundunum var lógað á vettvangi af dýralækni. Hundar bíti ekki í háls Í úrskurðinum segir að við komu á vettvang hafi lögregla hitt eiganda sauðfjárhóps sem var innan girðingar við Víkurkletta og eiginmann hennar. Þau hafi sagst hafa komið að hundunum þar sem þeir hefðu verið búnir að drepa að minnsta kosti eitt lamb, en hundarnir hafi staðið yfir dauða lambinu. Sögðu þau hundana hafa verið mjög æsta. Við komu á vettvang hafi verið þar eitt dautt lamb með lítið bitfar á hálsi. Eigandi hundsins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi aflað sér séu það tófur og refir sem bíti með þeim hætti, en algengast sé að hundar fari í fæturna á fénu. Á vettvangi hafi enginn getað staðfest að hundarnir hefðu bitið lambið. Þá hafi komið fram í lögregluskýrslu að eigandi sauðfjársins hafi ekki séð hundana drepa lambið. Auk þess hafi aðeins eitt bitfar verið á lambinu, en hundarnir tveir. Hundarnir hafi aldrei sýnt árásarhneigð Í málsvörn Mýrdalshrepps segir að hundarnir tveir hafi endurtekið gengið lausir innan þéttbýlisins í Vík, og hundarnir hafi verið stórhættulegir bæði dýrum og mönnum. Þeir hafi strokið oft og náðst á ýmsum stöðum. Um væri að ræða hættuleg dýr sem í andstöðu við lög gengju endurtekið laus um bæinn. Í málinu lá fyrir yfirlýsing íbúa í Vík sem höfðu hitt hundana, þar sem hundunum var lýst sem sérstaklega vinalegum, rólegum, og það væri mikill leikur í þeim. Einnig lá fyrir greinargerð frá hundaþjálfara opg atferlisfræðing sem hafði haft hundana í þjálfun. Þar kom fram að hundarnir hefðu aldrei sýnt þjálfara árásarhneigð eða nokkrum öðrum svo hann vissi. Einnig hefðu hundarnir verið í kringum börn og ungabörn, og hefðu aldrei sýnt árásarhneigð gagnvart þeim. Í málsvörn eiganda hundanna segir að báðir hundarnir hafi verið svokallaðir flaðrarar, en aldrei hafi borist kæra varðandi það að þeir hafi bitið nokkurn mann eða skepnu. Aldrei kvartað undan hundunum Helgi Hafsteinsson, faðir mannsins sem átti hundana, segir að sonur hans búi í hjólhýsi í Vík í Mýrdal, sem hafi skemmst síðastliðinn vetur. Eftir skemmdirnar hafi ekki verið hægt að loka hjólhýsinu almennilega og hundarnir hafi reglulega sloppið út. „Það hafði ekki verið kvartað yfir þeim að öðru leyti en að þeir sjást þarna hlaupandi um svæðið. Svo gerðist það 16. maí að þeir sluppu út og fundust ekki fyrr en tveimur tímum seinna.“ „Þá kom lögreglan til sonar míns og sagði að þeir hefðu fundist fyrir austan hornið, og það væri búið að taka ákvörðun um að svæfa þá á staðnum. Það fannst eitt dautt lamb sem var með bitsár á hálsi, og það var nóg til að sveitarstjórn gæti tekið ákvörðun um að fella þá báða.“ Hann segir að sonur sinn hafi meira að segja hitt sveitarstjórann hálfum mánuði áður en hundarnir voru aflífaðir, til að ræða húsnæðismál, og þá hafi ekki verið minnst einu orði á vandamál eða kvartanir tengdum hundum hans. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að engar skýrslur hafi legið fyrir þess efnis að hundarnir hefðu áður verið handsamaðir og teknir til vörslu sveitarfélagsins vegna lausagöngu. Verði af þessu ráðið að engin bráð hætta hafi stafað af hundunum svo aflífa hafi þurft þá báða fyrirvaralaust í stað þess að fresta aflífun þeirra uns hægt væri að kanna málsatvik frekar. Helgi segir að í kjölfar úrskurðarins muni feðgarnir leita réttar síns með aðstoð lögmanna. Hægt er að lesa úrskurðinn í heild sinni hér.
Mýrdalshreppur Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira