Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 22:05 Halldór Árnason hefði viljað fá meira út úr yfirburðum liðs síns í kvöld. Vísir / Diego Halldór Árnason þjálfari Blika var gríðarlega svekktur með niðurstöðuna í lok leiks á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmark leiksins í uppbótartíma í leik sem endaði 2-1 fyrir heimamenn. „Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira