Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 20:31 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair Vísir/Sigurjón Um 5000 tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og talið er að fjöldinn gæti meira en tvöfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir ókyrrð ekki hættulega og slys á fólki eða áhöfn afar fátíð. Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“ Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“
Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira