„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 20:00 Trektarbók verður til sýnis í Eddu næstu þrjá mánuði. Vísir/Sigurjón Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur. Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur.
Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira