Tónlistarmaður sagðist handtekin með ólögmætum hætti en fór tómhentur heim Jón Þór Stefánsson skrifar 14. ágúst 2025 17:00 Maðurinn sagðist hafa tekið ýmsar krókaleiðir um Hafnarfjörð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent