Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Jón Þór Stefánsson skrifar 14. ágúst 2025 17:00 Maðurinn sagðist hafa tekið ýmsar krókaleiðir um Hafnarfjörð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira