„Hamfarir og ekkert annað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 20:26 Gunnar Örn Petersem er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira