„Maður er búinn að vera á nálum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Arnar Jónmundsson, framleiðslustjóri enska boltans á Sýn Sport. Vísir/VPE Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira