„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:30 Karl K. Ásgeirsson, formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár segir erfðablöndun hafa orðið í ánum eftir slysasleppinguna árið 2023. Karl K. Ásgeirsson Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00