„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:30 Karl K. Ásgeirsson, formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár segir erfðablöndun hafa orðið í ánum eftir slysasleppinguna árið 2023. Karl K. Ásgeirsson Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00