Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Agnar Már Másson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 16:59 Málið er enn ekki komið á ákærusvið og enn virðist fullt eftir af rannsókninni. Vísir/Fastinn/Já.is/Getty Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu. Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu.
Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira