Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 11:08 Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá myndband af leigubílstjóra rífast við ferðamenn. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. „Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“ Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
„Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent