Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2025 17:36 Einn hnullungurinn staðnæmdist alveg upp við vegkantinn. Ingveldur Anna Sigurðardóttir Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“ Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“
Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira