Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:00 Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun