Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 19:30 Fabio fagnar marki hjá Fluminense í leik þar sem hann hélt hreinu, fagnaði sigri og sló heimsmet. EPA/Antonio Lacerda Brasilíski markvörðurinn Fábio er nú sá sem hefur spilað flesta opinbera fótboltaleiki á ferlinum. Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025 Brasilía Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025
Brasilía Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira