Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 14:44 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins. Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Hætt var við fyrirlestur hagfræðiprófessors frá Bar-Ilan-háskóla í Ísrael um gervigreind vegna hóps mótmælenda sem hafði uppi frammíköll og hárreysti í sal í Þjóðminjasafninu 6. ágúst. Vildu þeir andmæla því að prófessorinn fengi að flytja erindi sitt vegna þess að hann starfaði við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega. Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelska hagfræðingsins sagði að skipuleggjendur hans hefðu talið að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Silja Bára Ómarsdóttir, nýr rektor háskólans, hafði aftur á móti ekki tjáð sig um uppákomuna þar til í dag. Hún hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal eftir að málið kom upp. Fyrrverandi hæstaréttardómari krafðist meðal annars afsagnar hennar í vikunni vegna þagnar hennar um málið. Í ávarpi til nemenda háskólans í fréttabréfi sem þeim var sent í tölvupósti skrifaði Silja Bára að „líflegar umræður“ hefðu skapast á meðal fræðafólks og annarra um akademískt frelsi, málfrelsi og rétt fólks til mótmæla eftir atvikið með ísraelska prófessorinn. „Ég legg ríka áherslu á að háskólar eru vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta,“ skrifaði rektorinn. Frelsi fylgi ábyrgð Hundruð viðburða af þessu tagi færu fram innan háskólans á hverju ári og þeir væru einn af burðarstólpum akademísks frelsis og tryggðu að ólíkar hugmyndir, rannsóknir og gagnrýni gætu komið fram hindrunarlaust. „En öllu frelsi fylgir ábyrgð og það er eðlilegt að við spyrjum okkur einnig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar í formi mótmæla gengur á tjáningarfrelsi annars,“ skrifaði Silja Bára til nemenda. Umræðan væri mikilvæg og heilbrigð fyrir akademískt samfélag. Hún væri nú að „leggja drög að því að efna til vettvangs þar sem þessi mál verða rædd og undirbúin fyrir háskólaþing“ sem verði haldið á haustmisteri. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og fyrrverandi kenslustjóri HÍ, sagði í grein á Vísi í vikunni að nauðsynlegt væri að setja skýra stefnu um málfrelsi í háskólanum í kjölfar atviksins.
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tjáningarfrelsi Skóla- og menntamál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira