Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2025 16:33 Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Sjá meira
Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun