Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2025 16:33 Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Með því er hægt að komast hjá þeim mikla kostnaði sem felst í því að byggja upp nánast frá grunni - nýja innviði í nýjum hverfum. En hefur þetta markmið minnkað húsnæðisvandann í Reykjavík? „Skipbrot“ á þurru landi Mikil þétting hefur átt sér stað á tilteknum reitum - meðal annars í eldri hverfum borgarinnar. Of mikil þétting hefur neikvæð áhrif á hljóðvist, birtu og fjölda grænna svæða - og þar með heildargæði byggðar. Einnig hefur oft komið í ljós að Íbúar sumra hverfa telja sig ekki hafa fengið nægileg tækifæri til að hafa áhrif á skipulagið. Fulltrúar Flokks fólksins í borgarstjórn hafa lengi bent á þetta. Sú þéttingarstefna sem keyrð hefur verið áfram undanfarin ár, er eins og flest mannana verk - ekki fullkomin. Þrátt fyrir mikla hugsjón “hörðustu úrbanista” fyrri meirihluta, hefur sú stefna á vissan hátt beðið ákveðið skipbrot. Svo þétt hefur verið byggt á nokkrum stöðum að það er eins og gleymst hafi að margir þeirra sem kaupa sér nýtt húsnæði eiga ekki bara hjól - heldur líka bíl. Þétting byggðar þarfnast nýrrar nálgunar Í raun má segja að “þéttingarstefna” sé fyrirbæri sem þarf að ganga í gegnum ákveðinn þroskaferil - þar sem læra þarf af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Það er orðið ljóst að þéttingar verkefni þurfa að taka mun meira mið af aðstæðum á hverjum stað. Undanfarið hefur verið dregið töluvert úr byggingarmagni á þéttingarstöðum. Einnig er m.a. lögð meiri áhersla á að niðurstöður greininga um skuggavarp og hljóðvist liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast. Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að hlustað verði betur á sjónarmið íbúa - þó ljóst sé að ómögulegt er að gera öllum til geðs þegar kemur að þróun borga. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að fara vel yfir alla þá þætti sem mesta gagnrýni hafa fengið. Borgarhönnunarstefna er ekki meitluð í stein Framundan er endurskoðun á borgarhönnunarstefnu sem hefur að gera með verklagsreglur varðandi gæði í uppbyggingu og endurnýjun eldri byggðar - sem og kröfur um hlutfall grænna innviða ásamt fleiru. Einnig eru bílastæðamál eitthvað sem virkilega þarf að skoða ef vel á að takast í áframhaldandi borgarþróun. Bílum er að fjölga en ekki fækka - og við því þarf að einfaldlega að bregðast með einhverjum hætti. Í stuttu máli - þúsundir nýrra íbúða í nýjum hverfum það er stuttur tími eftir af þessu kjörtímabili. Það liggur fyrir í meirihlutasamþykkt borgarstjórnar að stefnt er að því að flýta uppbyggingu nýrra hverfa eins og hægt er - en ný hverfi rísa ekki á nokkrum mánuðum, heldur á nokkrum árum. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða í nýjum hverfum til þess að koma enn betur til móts við þarfir húsnæðismarkaðarins. Þétting byggðar miðsvæðis í borginni hefur alið af sér hærra fasteignaverð - og það er ekki að hjálpa meirihluta þeirra sem vilja kaupa sér húsnæði í borginni. Enn meiri áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í blandaðri byggð nýrra hverfa, er það sem koma skal - í stað dýrra lúxusíbúða á besta stað í miðborginni sem færri hafa efni á að kaupa. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar