Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 19:04 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan. Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan.
Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent