Enski boltinn

Í beinni: Rosa­legur loka­dagur gluggans

Sindri Sverrisson skrifar
Alexander Isak verður í dag dýrasti leikmaður í sögu enska boltans ef að líkum lætur.
Alexander Isak verður í dag dýrasti leikmaður í sögu enska boltans ef að líkum lætur. Getty/Charlotte Wilson

Það hefur líklega sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Hérna ætlum við að fylgjast með öllu því helsta sem gerist áður en glugganum verður skellt í lás í kvöld og hann ekki opnaður aftur fyrr en um áramótin.

Liverpool er að landa Alexander Isak frá Newcastle sem þar með verður dýrasti leikmaður í sögu enska boltans. Félagið vill þó stunda fleiri viðskipti í dag.

Manchester United vinnur að því að losna við nokkra leikmenn af launaskrá og ætlar einnig að landa markverði, líkt og grannarnir í Manchester City sem eru að fá Gianluigi Donnarumma frá PSG.

Arsenal er að landa varnarmanninum Piero Hincapié frá Leverkusen, Newcastle ætlar að fá Yoane Wissa nú þegar Isaks-málið virðist afgreitt, og Ademola Lookman er í sigti Tottenham.

Hér að neðan má sjá allt það helsta sem gerist á lokadegi félagaskiptagluggans.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×