„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Aðalsteinn Baldursson er formaður stéttafélagsins Framsýnar á Húsavík. Vísir/Vilhelm/Arnar Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira