„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 14:03 Vilhjálmur og Szymon voru ánægðir með breytingarnar. Vísir/Lýður Valberg Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira