Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 10:01 Skjáskot úr mynbandi á hraðbát sem mun hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Southcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira