Innlent

Krist­rún í Kaup­manna­höfn með Selenskí og fleirum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um fund sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra situr í Kaupmannahöfn í dag.

Þar eru komnir saman leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ásamt Volodómír Selenskí Úkraínuforseta. Við ræðum við fréttakonu okkar í Kaupmannahöfn um fundinn og framhaldið. 

Þá verður einnig rætt við samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar sem telur að skýra megi betur hver ráði fyrirkomulagi útfarar, skapist um hana deilur. 

Einnig heyrum við í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem í gær birti í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um breytingar á lögum um nálgunarbann og umsáturseinelti.

Og í sportpakkanum er það áfram Evrópumótið í Körfubolta þar sem Íslendingar þurftu að sætta sig við enn eitt tapið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×